Trump vill „einangra“ Íran

Donald Trump heldur ræðu sína.
Donald Trump heldur ræðu sína. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur hvatt þjóðir heims­ins til að standa sam­an í því að „ein­angra“ Íran.

Hann sakaði stjórn­völd í land­inu um að kveikja „þá elda sem loga vegna deilna á meðal sér­trú­ar­hópa og ógn­ar tengdri þeim“.

Donald Trump ásamt forystumönnum múslimaríkja á fundinum.
Don­ald Trump ásamt for­ystu­mönn­um múslimaríkja á fund­in­um. AFP

„Þar til ír­anska ríkið er til­búið að taka þrátt í friðarum­leit­un­um þurfa all­ar sam­visku­sam­ar þjóðir að standa sam­an í því að ein­angra það,“ sagði Trump í ræðu sem hann hélt fyr­ir tugi múslima­leiðtoga í Sádi-Ar­ab­íu.

For­set­inn lagði í gær af stað í fyrstu ut­an­lands­ferð sína sem for­seti.

Donald Trump í Sádí-Arabíu.
Don­ald Trump í Sádí-Ar­ab­íu. AFP

Trump sagði í ræðu sinni að hann vildi koma á fram­færi „skila­boðum sem fælu í sér vináttu, von og ást“.

Hann hvatti múslimaríki til að tryggja það að „hryðju­verka­menn eigi sér eng­an griðastað“ og greindi frá sam­komu­lagi við ríki á Persa­flóa um að berj­ast gegn því að öfga­hóp­ar fái fjár­magn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert