Má biðja einhvern að drepast en ekki skjóta Trump

Starfsmenn Facebook eru að kikna undan álaginu af öllum þeim …
Starfsmenn Facebook eru að kikna undan álaginu af öllum þeim efnisþáttum sem þarf að taka tilltil til varðandi birtingu á samfélagsmiðlinum. AFP

Þeir starfs­menn Face­book sem sjá um að fjar­lægja óæski­legt efni af sam­fé­lags­miðlin­um fá aðeins nokkr­ar sek­únd­ur til að ákveða hvort fjar­lægja eigi efni eða leyfa birt­ingu. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un dag­blaðsins Guar­di­ans um málið í dag. Þar er vísað í starfs­manna­hand­bók sem geym­ir skil­grein­ingu á því hvernig starfs­menn geti úr­sk­urðað hvort færsl­ur séu of of­beld­is­full­ar, kyn­ferðis­leg­ar, ein­kenn­ist af of mik­illi hat­ursorðræðu, kyn­ferðis­for­dóm­um eða virðist styðja hryðju­verk.

Seg­ir í frétt Guar­di­an að starfs­menn­irn­ir séu að kikna und­ir öll­um póst­un­um og hafi aðeins tíu sek­únd­ur til að ákv­arða hvert mál.

Face­book var til umræðu á breska þing­inu í síðastu viku og sögðu þing­menn sam­fé­lags­miðil­inn þá vera að bregðast við kröfu um að taka á eitruðu inni­haldi sumra pósta.

Þurfa að taka á hefnd­arklámi, mann­áti og sjálfsskaða

Sam­kvæmt frétt Guar­di­an þá þurfa starfs­menn­irn­ir að taka á miklu og fjöl­breyttu úr­vali viðkvæmra efn­isþátta, m.a. hat­ursorðræðu, hefnd­arklámi, sjálfsskaða, sjálfs­víg­um, mann­áti og of­beld­is­hót­un­um.

Þeir starfs­menn sem Guar­di­an ræddi við sögðu regl­urn­ar hins veg­ar vera mót­sagna­kennd­ar og skrýtn­ar. „Face­book get­ur ekki haft stjórn á efn­inu þar inni,“ hef­ur Guar­di­an eft­ir ein­um heim­ild­ar­manna sinna. „Til þess hef­ur miðill­inn vaxið of mikið, of hratt.“

Að mati starfs­manna eru það einkum ákv­arðanir um það hvort færsl­ur um kyn­ferðis­legt efni eigi að fá að vera áfram sem eru rugl­ings­leg­ar.

Í einu skjal­anna sem Guar­di­an hef­ur und­ir hönd­um kem­ur fram að Face­book fái viku­lega rúm­lega 6,5 millj­ón­ir pósta vegna Face­book-síðna fyr­ir gerviein­stak­linga, þ.e. sem ekki eru raun­veru­lega til.

Dýr­aníð leyfi­legt og einelti og of­beldi gegn börn­um

Meðal þeirra færslna og at­huga­semda sem starfs­mönn­um ber að fjar­lægja er „það ætti ein­hver að skjóta Trump“, því að sem þjóðhöfðingi telst hann njóta vernd­ar. Það get­ur hins veg­ar verið leyfi­legt að veita leiðbein­ing­ar um hvernig eigi að háls­brjóta ein­hvern, segja ein­hverj­um að „fara og drep­ast“, „ég vona að ein­hver drepi þig“ eða „berj­um feitu krakk­ana“ þar sem það sé ekki raun­veru­leg hót­un.

Ekki þarf held­ur að eyða öll­um mynd­bönd­um sem sýna of­beld­is­fullt and­lát, þar sem þau geta vakið fólk til vit­und­ar um mik­il­væg mál­efni á borð við geðsjúk­dóma. Þá þarf ekki held­ur að eyða öll­um mynd­um af of­beldi eða einelti gegn börn­um, á meðan það er ekki kyn­ferðis­legt eða sýn­ir kvala­losta. Eins má deila mynd­um af dýr­aníði, en merkja þarf sér­stak­lega þær mynd­ir sem eru sér­stak­lega lík­leg­ar til að mis­bjóða fólki.

Heim­ilt er að deila mynd­bönd­um af fóst­ur­eyðingu, svo framar­lega sem eng­inn nekt er sýni­leg.

All­ar mynd­ir af nekt og kyn­ferðis­leg­um at­höfn­um sem gerðar eru í hönd­un­um eru leyfðar á Face­book, en þær mynd­ir sem eru bún­ar til með sta­f­ræn­um hætti eru bannaðar.

Vill ekki refsa þeim sem eru í neyð

Þá heim­il­ar Face­book fólki að streyma til­raun­um til sjálfsskaða, þar sem miðill­inn „vill ekki rit­skoða eða refsa þeim sem eru í neyð“.

Þeir sem hafa 100.000 eða fleiri fylgj­end­ur á sam­fé­lags­miðlin­um eru skil­greind­ir sem al­manna­per­sóna og njóta því ekki sömu rétt­inda og vernd­ar og þeir sem skil­greind­ir eru sem ein­stak­ling­ar.

„Ákvarðanir Face­book varðandi það hvað er og hvað er ekki ásætt­an­legt hafa mik­il áhrif á mál­frelsi,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Open Rights Group, sam­tök­um um rétt­indi á sta­f­ræn­um miðlum. „Þessi leki sýn­ir hversu erfiðar og flókn­ar þess­ar ákv­arðanir geta verið.“

Í yf­ir­lýs­ingu frá Monica Bickert, yf­ir­manni stefnu­mót­un­ar­mála hjá Face­book, seg­ir að fyr­ir­tækið vinni öt­ul­lega að því að gera sam­fé­lags­miðil­inn ör­ugg­an og tryggja mál­frelsi á sama tíma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert