Mega eiga von á frekari árásum

Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Fyrr­ver­andi varn­ar­málaráðherra Banda­ríkj­anna, Robert Gates, varaði við því í dag að vest­ræn ríki mættu eiga von á frek­ari hryðju­verk­um eins og árás­inni sem gerð var í borg­inni Manchester í Bretlandi í gær­kvöldi sem kostaði 22 manns lífið.

Gates, sem var varn­ar­málaráðherra í rík­is­stjórn­um Geor­ges W. Bush og Baracks Obama, sagði að bú­ast mætti við því að hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams legðu aukna áherslu á hryðju­verk á alþjóðavísu sam­hliða því sem þau misstu fót­festu í Sýr­landi og Írak.

Ráðherr­ann fyrr­ver­andi lét um­mæl­in falla á ráðstefnu í Washingt­on, höfuðborg Banda­ríkj­anna. Benti hann á að þótt liðsmenn hryðju­verka­sam­tak­anna hörfuðu í Sýr­landi og Írak þýddi það ekki að þeir hefðu misst sann­fær­ingu sína um að ráðast yrði á „kross­far­ana“.

„Það þýðir ein­ung­is að þeir muni breyta um aðferðir,“ sagði Gates en tek­ist hef­ur að hrekja liðsmenn Rík­is íslams frá nær öll­um helstu víg­um þeirra í Sýr­landi og Írak. Bú­ist er við að sókn gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um í sýr­lensku borg­inni Raqa hefj­ist á næstu mánuðum.

Gates seg­ir að rétt eins og hryðju­verka­sam­tök­in al-Kaída hefðu færst í auk­ana í kjöl­far þess að fyrr­ver­andi leiðtogi þeirra, Osama bin Laden, var drep­inn árið 2011 ætti Ríki íslams eft­ir að verða bæði virk­ara og árás­ar­gjarn­ara gagn­vart skot­mörk­um á Vest­ur­lönd­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert