Telja sig vita hver árásarmaðurinn er

Tæknideild lögreglunnar í Manchester rannsakar vettvang sprengjuárásarinnar.
Tæknideild lögreglunnar í Manchester rannsakar vettvang sprengjuárásarinnar. AFP

Breska leyniþjónustan telur sig vita hver stóð að baki árásinni á Manchester Arena-tónleikahöllina í gærkvöldi. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með fréttamönnum nú í morgun.

22 fórust og 59 slösuðust í sjálfsvígssprengingu sem gerð var við lok tónleika bandarísku söngkonunnar Ariana Grande.

May sagði þó ekki enn búið að staðfesta hver árásarmaðurinn var, en áður hafði lögreglustjórinn Ian Hopkins greint frá því að hann væri breskur.

Boðað var til neyðarfundar hjá Cobra-nefndinni, eins konar þjóðaröryggisstjórn breskra stjórnvalda, í morgun og stýrði May þeim fundi. Von er á henni til Manchester síðar í dag.

BBC hefur eftir May að árásin hafi verið „hræðileg, ógeðfelld og huglaus“ aðgerð sem „beinst hefði gegn varnarlausu ungu fólki“.

„Það leikur enginn vafi á því að íbúar Manchester og þessa lands eru fórnarlömb harðtvítugrar hryðjuverkaárásar,“ sagði May.

Fyrr í morgun var haft eftir Hopkins að árásin væri „einn hræðilegasti atburður“ sem Manchester hefði orðið fyrir.

Rannsóknin gengi vel og unnið væri að því að staðfesta hvort árásarmaðurinn hefði verið einn að verki eða hvort hann væri hluti af neti hryðjuverkamanna.

Theresa May forsætisráðherra Bretlands ræðir við fjölmiðla í morgun að …
Theresa May forsætisráðherra Bretlands ræðir við fjölmiðla í morgun að loknum neyðarfundi. AFP
Lögregla lokaði af hluta miðbæjar Manchester eftir sprenginguna í gærkvöldi.
Lögregla lokaði af hluta miðbæjar Manchester eftir sprenginguna í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert