Barðist gegn hersveitum Gaddafi

Salman Abedi var 22 ára. Eldri bróðir hans er nú …
Salman Abedi var 22 ára. Eldri bróðir hans er nú í haldi lögreglu, sem segist hafa net manna til rannsóknar.

Faðir Salman Abedi barðist gegn líbíska einræðisherranum Muammar Gaddafi, með bardagahópi sem var á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök. Foreldrar Abedi búa nú í borginni Tripoli en yngsti sonur þeirra, Hashmi, er talinn búa hjá þeim.

Salman Abedi, sem hafði komið við sögu breskra öryggisyfirvalda, er talinn hafa snúið heim til Bretlands frá Líbíu fyrir nokkrum dögum. Hann fæddist í Manchester en foreldrar hans flúðu stjórn Gaddafi snemma á 10. áratug síðustu aldar.

Abedi tilheyrði samheldnu líbísku samfélagi borgarinnar, sem var þekkt fyrir sterka andstöðu sína gegn Gaddafi. Faðir hans, Ramadan Abedi, barðist gegn sveitum einræðisherrans árið 2001, á vegum samtakanna LIFG, sem bandaríska utanríkisráðuneytið sagði tengjast Osama bin Laden og al-Kaída.

Hópurinn var settur á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök árið 2004.

Fawaz Al Haffar, sem situr í stjórn Didsbury-moskunnar, ávarpar fjölmiðlamenn …
Fawaz Al Haffar, sem situr í stjórn Didsbury-moskunnar, ávarpar fjölmiðlamenn fyrir utan moskuna í dag. AFP

Ramada, öryggisstarfsmaður, og eiginkona hans Samia Tabbal, fæddust bæði í Tripoli en flúðu Líbíu til Manchester, með viðkomu í Lundúnum. Þau bjuggu í Manchester í um áratug áður en þau fluttu aftur heim árið 2011, þegar Gaddafi var drepinn.

Að sögn Akram Ramadan, sem barðist með Ramadan Abedi í líbísku byltingunni, var sá síðarnefndi ástríðufullur í því að koma stjórninni frá, þar sem hún hefði hrakið „þúsundir bræðra“ á vergang.

„Það var eitthvað sem okkur fannst við þurfa að gera. Sumir voru róttækari en aðrir en við deildum sameiginlegum málstað,“ hefur Guardian eftir Ramadan.

Salman, sem fæddist árið 1994, var yngstur fjögurra barna. Hann lést í árásinni. Bróðir hans, Ismail 23 ára, kenndi börnum Kóraninn í Didsbury-moskunni í Manchester. Samkvæmt breskum miðlum var hann handtekinn í gær.

Skilaboðin eru skýr.
Skilaboðin eru skýr. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka