Neita að innleiða tilskipun ESB í fyrsta skipti

Norðmenn ætla ekki að taka upp reglugerð frá ESB um …
Norðmenn ætla ekki að taka upp reglugerð frá ESB um þyrfluflug. Norden.org

Rík­is­stjórn Nor­egs mun ekki inn­leiða til­skip­un frá Evr­ópu­sam­band­inu um sam­evr­ópskt reglu­verk varðandi þyrlu­um­ferð meðfram strand­lengju landa. Þetta er í fyrsta skipti sem Nor­eg­ur neit­ar að inn­leiða af­leidda lög­gjöf sam­bands­ins á grund­velli EES-samn­ings­ins, en frá ár­inu 1994 hafa 11 þúsund reglu­gerðir og til­skip­an­ir verið inn­leidd­ar þar í landi.

Sam­gönguráðherra hef­ur hins veg­ar gefið það út að já­kvæðir þætt­ir um­ræddr­ar reglu­gerðar verði tekn­ir upp í norskri lög­gjöf. Greint er frá þessu á vef Af­ten­posten.

Reglu­gerð um þyrlu­um­ferð hef­ur verið mjög um­deild í Nor­egi og hef­ur henni verið mót­mælt, meðal ann­ars af norsk­um þyrluflug­mönn­um og starfs­mönn­um olíu­bor­palla.

Rök­in fyr­ir því að neita því að inn­leiða reglu­gerðina eru meðal ann­ars þau að erfiðar aðstæður geti skap­ast við strend­ur Nor­egs á vet­urna og það krefj­ist mik­ill­ar kunn­áttu og viðeig­andi búnaðar að fljúga þar í mikl­um vindi. Þar af leiðandi sé nauðsyn­legt að þeir sem fljúgi yfir norska land­grunnið fari eft­ir norsk­um lög­um og regl­um.

Með þessu vilja norsk yf­ir­völd reyna að koma í veg fyr­ir fleiri þyrlu­slys á borð við það sem varð við Turøy á síðasta ári þar sem 13 manns fór­ust, allt starfs­menn á olíu­bor­palli á veg­um Statoil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka