Vel fór á með Trump og páfa

00:00
00:00

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, hitti Frans páfa að máli í Páfag­arði í morg­un. Vel fór á með þeim, að minnsta kosti op­in­ber­lega, en þeir hafa ít­rekað tek­ist á enda ósam­mála um fleiri hluti en þá sem þeir eru sam­mála um.

Fund­ur þeirra stóð yfir í tæp­an hálf­tíma og hófst hann með því að þeir tók­ust í hend­ur og brostu fyr­ir fram­an mynda­vél­ar fjöl­miðla. Trump heyrðist segja: Þakka þér fyr­ir og það er mik­ill heiður að vera hér.

Frans páfi var mun al­var­legri í bragði en var mun glaðlegri að fundi lokn­um held­ur en þegar þeir gengu inn í her­bergið. Fund­ur­inn var ákveðinn með litl­um fyr­ir­vara og voru gerðar breyt­ing­ar á dag­skrá páfa svo Trump gæti hitt hann eins­lega. 

Menn­irn­ir tveir hafa tek­ist á um ýmsa hluti. Svo sem dauðarefs­ing­ar og vopnaviðskipti en þeir eru sam­mála um eitt – fóst­ur­eyðing­ar. Jafn­framt hafa þeir deilt um flótta­fólk, frjáls­hyggju og lofts­lags­mál.

Trump mun ræða við for­seta Ítal­íu og for­sæt­is­ráðherra í dag en Mel­ania eig­in­kona hans mun heim­sækja barna­spítala í Róm. Ivanka Trump mun ræða við fé­laga í St Eg­idio-trú­ar­hreyf­ing­unni um flótta­fólk og man­sal í dag.

Frá Róm fer Trump ásamt föru­neyti til Brus­sel þar sem hann á fundi með leiðtog­um Evr­ópu­sam­bands­ins og NATO. Síðdeg­is á morg­un kem­ur hann aft­ur til Ítal­íu, nú á fund leiðtoga G7-ríkj­anna á Sikiley.

Það fór nú bara vel á með þeim Donald Trump …
Það fór nú bara vel á með þeim Don­ald Trump og Frans páfa í morg­un. AFP
Ivanka Trump og Melania Trump ásamt Frans páfa.
Ivanka Trump og Mel­ania Trump ásamt Frans páfa. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert