NATO í bandalagi gegn Ríki íslams

Jens Stoltenberg á blaðamannafundi fyrir fund NATO.
Jens Stoltenberg á blaðamannafundi fyrir fund NATO. AFP

Atlantshafsbandalagið, NATO, mun ganga til liðs við Bandaríkin og bandamenn þeirra í baráttunni gegn Ríki íslams. Þetta sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, áður en fundur bandalagins hófst með Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Þetta sendir sterk pólitísk skilaboð varðandi baráttu NATO gegn hryðjuverkum,“ sagði Stoltenberg.

Hann lagði áherslu á að ákvörðunin feli ekki sér að bandalagið taki þátt í hernaði gegn Ríki íslams eða öðrum hryðjuverkasamtökum í Sýrlandi og Írak.

Trump mun á fundinum í Brussel leggja áherslu á að NATO taki meiri þátt í ýmsum aðgerðum. Hann hefur áður sagt bandalagið vera úrelt fyrir að hafa mistekist að takast á við íslamska hryðjuverkamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert