Kínverjar í „salernisbyltingu“

Maður fær úthlutað klósettpappírsskammti.
Maður fær úthlutað klósettpappírsskammti. AFP

Yf­ir­völd í Kína hafa upp­fært um 50.000 kló­sett í „sal­ern­is­bylt­ingu“ sem miðar að því að gera al­menn­ings­sal­erni lands­ins meira aðland­andi fyr­ir ferðamenn. Fyr­ir árs­lok verður búið að fegra sam­tals 71.000 sal­erni en víða hafa úr­bæt­urn­ar snúið að því að koma nýj­um og glans­andi kló­sett­skál­um fyr­ir þar sem áður var aðeins hola í jörðinni.

Sam­kvæmt rík­is­frétta­stof­unni Xin­hua hafa ferðamenn löng­um kvartað und­an ófull­nægj­andi sal­ern­isaðstöðu og óhrein­læti á helstu ferðamanna­stöðum en í aðgerðaáætl­un yf­ir­valda felst m.a. að fjölga ræst­ing­ar­starfs­mönn­um.

Að því er fram kom í fregn Xin­hua segj­ast 80% ferðamanna nú sátt­ir við al­menn­ings­sal­erni Kína, sam­an­borið við 70% árið 2015.

Áskor­an­ir yf­ir­valda hvað varða al­menn­ings­sal­ern­in snúa að fleiru en hrein­læti en sums staðar hef­ur verið gripið til þess ráðs að taka upp auðkenn­ingu til að sporna við sal­ern­ispapp­írsþjónaði. And­lit not­enda eru þannig skönnuð áður en þeir fá út­hlutað viðeig­andi papp­írs­skammti.

Árum sam­an hafa skemmti­leg skilti hangið uppi á kín­versk­um sal­ern­um, karl­mönn­um til aðstoðar. Þar eru þeir hvatt­ir til að stíga fram og miða vel. „Eitt lítið skref, eitt stórt stökk fyr­ir siðmenn­ing­una,“ stend­ur á skilt­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert