Að minnsta kosti 49 létust og yfir eitt hundrað eru sárir eftir að bílsprengja sprakk í sendiráðshverfi höfuðborgar Afganistan, Kabúl, í morgun.
Fréttir hafa borist af því að bæði franska og þýska sendiráðið skemmdust í sprengingunni en ekki er vitað um hvort einhverjir séu látnir þar.
Að sögn vitna þeyttust tugir bifreiða upp í loft þegar bílsprengja, sem hafði verið komið fyrir í stórum jeppa, sprakk. Börn og fullorðnir reyndu að forða sér í skjól en sprengjan sprakk þegar morgunumferðin var sem þyngst og börn á leið í skóla.