Clinton: Falskar fréttir hjálpuðu Trump að vinna

Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í …
Hillary Clinton segir falskar fréttir hafa átt sinn þátt í því að Trump sigraði forsetakosningarnar. AFP

Hillary Cl­int­on, sem bauð sig fram til for­seta fyr­ir hönd Demó­krata­flokks­ins, seg­ir falsk­ar frétt­ir og gabb á Faceo­book hafa átt sinn þátt í því að hún tapaði fyr­ir Don­ald Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber í fyrra.

Cl­int­on sagði fyrr í þess­um mánuði að af­skipti rúss­neskra tölvuþrjóta og James Comey, þáver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, hefðu hjálpað til við að snúa kosn­ing­un­um Trump í vil.

Cl­int­on var meðal þátt­tak­enda á Code-tækni­ráðstefn­unni í Los Ang­eles í dag og nefndi hún þá Face­book og sagði dreif­ingu falskra frétta á sam­fé­lags­miðlum hafa haft áhrif á þær upp­lýs­ing­ar sem fólk reiddi sig á.

„Hin hliðin var notk­un efn­is sem var bara ein­fald­lega rangt og sem sett var fram á mjög per­sónu­leg­an máta,“ sagði Cl­int­on í viðtali sem tekið var við hana sviði ráðstefn­unn­ar

Reu­ters seg­ir ekki hafa náðst sam­band við neinn af for­svars­mönn­um Face­book vegna máls­ins, en Mark Zucker­berg, stofn­andi Face­book, sagði eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar í nóv­em­ber að það væri „bilað“ að halda því fram að falsk­ar frétt­ir á sam­fé­lags­miðlin­um hefðu haft áhrif á kosn­ing­arn­ar með ein­hverj­um hætti.

Stuttu síðar var þó greint frá því að Face­book ætlaði að taka upp nýj­ar aðferðir til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu falskra frétta og að unnið yrði með vefsíðum á borð við Snopes og ABC-frétta­stof­una við staðfest­ingu frétta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert