Salman Abedi sem varð 22 að bana með sjálfsvígssprengju á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester Arena-tónleikahöllinni í síðustu viku, keypti sjálfur flest allt efnið til sprengjugerðarinnar að sögn lögreglunnar. BBC greinir frá.
Í mörgum sjálfsvígsárásum hafa þeir sem hafa gert hana verið einir síðustu fjóra dagana fyrir árásina, segir Russ Jackson yfirmaður hryðjuverkalögreglunnar.
Lögreglan beinir sjónum sínum einkum að síðustu dögum og athöfnum í lífi Abedi eins og samskipum hans við fólk og símtöl hans.
Lögreglan hefur birt myndir af Abedi þar sem hann ferðast með bláa ferðatösku. Biður lögregla þá sem kunna að hafa séð Abedi, eða einhvern sem gæti verið hann, á ferð með töskuna dagana 18-22 maí að hafa samband. Hún ítrekar að hún hafi enga ástæðu til að telja að taskan og innihald hennar innihaldi eitthvað hættulegt.
Þrír menn sem voru handteknir í tengslum við árásina voru leystir úr haldi lögreglunnar án ákæru á þriðjudaginn. Enn eru 11 manns í haldi lögreglunnar.