Öflug sprengja sprakk í Kabúl

AFP

Að minnsta kosti 40 létust eða særðust í mikilli sprengingu í sendiráðshverfinu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í morgun. 

Fréttamaður AFP segir að lík liggi eins og hráviði á götum borgarinnar og þykkur reykur sé yfir hverfinu. Ekki er vitað hvert skotmarkið var en fjölmörg sendiráð erlendra ríkja eru í hverfinu. 

Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að bílsprengja hafi sprungið klukkan 8:25 að staðartíma í morgun þegar mikil umferð var í hverfinu. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins segir að yfir sextíu manns hafi særst í árásinni en ekki liggi fyrir hversu margir séu látnir eftir árásina. 

Enn hefur enginn lýst ábyrgð á árásinni.

Verið er að flytja særða af vettvangi.
Verið er að flytja særða af vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert