Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla og SpaceX, segist ekki eiga „neitt val“ um annað en að hætta sem ráðgjafi forseta Bandaríkjanna ef Donald Trump gengur út úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál. Yfir 200 ríki hafa lýst því yfir að að þau munu reyna að draga úr kolefnislosun. Independent greinir frá.
Musk sem er einn helsti ráðgjafi Trump um tækniiðnað sagði frá þessu á samskiptamiðlinum Twitter í gær. Þar segir að hann hafi „gert allt sem í hans valdi stæði til að veita ráð.“
Don't know which way Paris will go, but I've done all I can to advise directly to POTUS, through others in WH & via councils, that we remain
— Elon Musk (@elonmusk) May 31, 2017
Musk hefur einsett sér að nota hreinni orkugjafa í sinni framleiðslu og draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis. Tesla nýtir hvorki gas né dísel sem orkugjafa en notar meðal annars sólarsellur.
Parísarsáttmálinn miðar að því að takmarka loftslagsbreytingar með því að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis. Í Bandaríkjunum er losað einna mest af kolefni út í andrúmsloftið. Ef Trump ákveður að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu hefur það mikil áhrif til verri vegar í loftslagsmálum.
Fjölmörg stór fyrirtæki í Bandaríkjunum á borð við Google, Apple, Facebook og Walmart hafa heitið því að draga úr útblæstri kolefnis og skilja eftir sig minn vistspor. Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af gæðum jarðar fólk nýtir til að uppfylla neyslu sína og hversu miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér.