Trump með ferðabannið fyrir Hæstarétt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur farið fram á það við Hæstarétt Bandaríkjanna að tímabundnu ferðabanni, sem forsetinn hugðist koma á gagnvart sex ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta, taki gildi á nýjan leik.

Trump kom ferðabanninu á skömmu eftir að hann tók við embætti í janúar en bannið var fellt úr gildi á lægri dómstigum. Ríkisstjórnin óskar eftir því við Hæstarétt að hann úrskurði hvort niðurstaða áfrýjunardómstóla standist. 

Haft er eftir talsmanni ríkisstjórnar Trumps í frétt AFP að hún sé sannfærð um að ákvörðun forsetans sé vel innan ramma þeirra heimilda sem hann hafi til þess að vernda bandarískt samfélag fyrir hryðjuverkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka