Lyfjakokteill í blóði Cornells

Chris Cornell framdi sjálfsmorð eftir tónleika í Detroit.
Chris Cornell framdi sjálfsmorð eftir tónleika í Detroit. AFP

Söngvarinn Chris Cornell var á margs konar lyfjum þegar hann framdi sjálfsmorð í síðasta mánuði á hóteli í Detroit. Í krufningarskýrslunni segir að í blóði Cornells hefðu fundist merki um kvíðastillandi lyf, róandi lyf og barbitúröt. Þessu er greint frá á fréttavef Reuters

Cornell hafði talað opinskátt um að hafa glímt við áfengis- og fíkniefnavanda á unglingsárum en árið 2007 sagðist hann hafa verið edrú í fimm ár eftir að hafa lokið meðferð. Eiginkona hans, Vicky Cornell, hefur sagt að hann hefði ekki verið með réttu ráði þegar hann lést og telur að kvíðastillandi lyf hefðu skert dómgreind hans. 

Úrskurðar var að söngvarinn hefði látist af því að hafa hengt sjálfan sig með æfingarteygju á hótelherbergi. Hann fannst nokkrum klukkustundum eftir að hafa spila að tónleikum í Detroit með hljómsveitinni sinni Soundgarden. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert