Fékk skot í höfuðið frá lögreglu

Tæknideild lögreglu rannsakar svæðið milli London Bridge og Borough Market …
Tæknideild lögreglu rannsakar svæðið milli London Bridge og Borough Market þar sem árásin átti sér stað. AFP

Vegfarandi fékk skot í höfuðið er lögregla réðist til atlögu gegn árásarmönnum þremur sem stóðu a árásinni í London í gærkvöldi. BBC segir bresku lögregluna hafa staðfest þetta og að málið verði rannsakað af innra eftirliti lögreglunnar.

Lögreglumennirnir átta skutu 50 skotum að árásarmönnunum þremur er þeir felldu þá.

Guardian hefur eftir lækni á bráðadeild sjúkrahússins þar sem maðurinn er til meðhöndlunar að hann sé „alls ekki á banabeðinu“ og að búist sé við því að hann nái sér að fullu.

48 manns særðust í árásinni og er ástand 21 þeirra alvarlegt að sögn breskra yfirvalda. Sendi­ferðabíl var ekið á veg­far­end­ur á London-brúnni um tíuleytið í gærkvöldið og bílnum síðan ekið að Borough-markaði, þar sem þrír menn yf­ir­gáfu bíl­inn og stungu fjölda fólks. 

Einn þeirra sem særðist var lögreglumaður, sem réðist til atlögu gegn árásarmönnunum með kylfuna eina að vopni.

„Við fengum einn sjúkling með byssusár. Það er sjúklingur á sjúkrahúsinu sem fékk skot í höfuðið. Hann er alls ekki á banabeðinu og við búumst við að hann  muni ná sér að fullu,“ hefur Guardian eftir Malik Ramadhan yfirmanni bráðadeildar sjúkrahússins.

Áður höfðu fjölmiðlar greint frá því að vegfarandi hefði látist eftir byssuskot frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert