Pútín tjáir sig um kvöldverðinn með Flynn

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að sér hafi ekki verið kunnugt, …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að sér hafi ekki verið kunnugt, er þeir sátu hlið við hlið, að Flynn væri fyrrverandi njósnari. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti seg­ist varla hafa talað við Michael Flynn, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa Banda­ríkj­anna, er þeir sátu sam­an í kvöld­verðarboði í Moskvu 2015.

Tengsl Flynns við Moskvu sæta nu rann­sókn hjá banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unni og rann­sókn­ar­nefnd­um Banda­ríkjaþings. Mynd af þeim Pútín og Flynn sitj­andi hlið við hlið hef­ur ít­rekað birst í fjöl­miðlum und­an­farið og hef­ur þótt gefa í skyn náin tengsl þeirra á milli.

Flynn hef­ur neitað að bera vitni fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd þings­ins.

„Ég flutti ræðu mína. Síðan rædd­um við um eitt­hvað annað dót og svo fór ég,“ sagði Pútín í viðtali við banda­rísku NBC sjón­varps­stöðina, sem birt var í dag og kvað um hefðbundið kvöld­verðarboð að ræða.

Hon­um hafi síðan verið sagt á eft­ir að í boðinu hafi verið banda­rísk­ur herramaður sem hafi áður verið í leyniþjón­ust­unni.

„Það var allt og sumt. Ég talaði varla við hann. Það er um­fang kynna minna af hr. Flynn,“ sagði Pútín.

Um­rætt kvöld­verðarboð var haldið fyr­ir rúss­nesku sjón­varps­stöðina Russia Today, sem nýt­ur fjár­stuðnings frá rúss­neska rík­inu og sem banda­rísk yf­ir­völd telja vera áróðurs­stöð þar sem birt­ar séu mis­vís­andi og rang­ar upp­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert