Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýnir borgarstjóra Lundúna harðlega á Twitter. Trump þykja viðbrögð borgarstjórans, Sadiq Khan, við árásunum í London í gærkvöldi ekki nógu hörð.
„Við verðum að hætta að reyna að sýna pólitíska rétthugsun og verðum að vernda fólkið okkar. Annars versnar þetta bara,“ skrifaði Trump á Twitter:
We must stop being politically correct and get down to the business of security for our people. If we don't get smart it will only get worse
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2017
„Í það minnsta sjö létu lífið og 48 slösuðust í hryðjuverkaárás og borgarstjóri Lundúna segir að það sé „engin ástæða til að vera óttasleginn,““ skrifaði Trump skömmu síðar:
At least 7 dead and 48 wounded in terror attack and Mayor of London says there is "no reason to be alarmed!"
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2017