Átta látnir eftir hryðjuverkin

Átta eru nú látnir eftir árásina.
Átta eru nú látnir eftir árásina. Mynd fengin af Facebook

Fjölskylda Söru Zelenak, ástralskrar 21 árs konu, er harmi slegin eftir að hún lést í árásinni í Lundúnum á laugardag. Lík áttunda fórnarlambsins, Xavier Thomas, fannst í Thames-ánni í gærkvöldi, samkvæmt umfjöllun BBC.

Lögregla náði líkinu úr ánni um klukkan 19.44 í gærkvöldi. Hafa nánustu ættingjar hans verið látnir vita, en enn á eftir að bera formlega kennsl á líkið.

Spænsk stjórnvöld hafa þá staðfest nú síðdegis að Ignacio Echeverria, sem reyndi að verja konu fyrir árásum mannanna, hafi látist af sárum sínum.

Zelenak, sem var frá Brisbane í Ástralíu, starfaði í Lundúnum sem au pair. Hún sást síðast á lífi ásamt vin­um sínum á hlaup­um und­an árás­ar­mönn­un­um. Urðu þau viðskila á flóttanum.

Fréttin hefur verið uppfærð og leiðrétt. Í fyrstu var ranglega fullyrt að Zelenak hefði fundist látin í ánni. Svo var ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert