„Vona að þú getir sleppt þessu“

Comey frammi fyrir dómsmálanefnd þingsins fyrr á árinu.
Comey frammi fyrir dómsmálanefnd þingsins fyrr á árinu. AFP

James Comey, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, segir Trump hafa brýnt fyrir sér að hætta rannsókn á þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum, Michael Flynn.

„Ég vona að þú getir séð þér fært að sleppa þessu og látið Flynn vera. Hann er góður náungi,“ segir Comey að Trump hafi tjáð sér á fundi þeirra 14. febrúar á forsetaskrifstofunni.

„Ég skildi forsetann þannig að hann væri að biðja um að við myndum hætta allri rannsókn á Flynn í tengslum við rangar staðhæfingar hans um samræður sínar við rússneska sendiherrann í desember,“ segir Comey í yfirlýsingu sem hann hefur nú gefið út, degi áður en hann ber vitni fyrir njósnanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings.

„Forsetinn sagði, „Ég þarf hollustu, ég býst við hollustu.“ Ég hreyfði mig ekki og talaði hvorki né breytti andlitssvipnum mínum á nokkurn máta, í þeirri vandræðalegu þögn sem síðan fylgdi,“ segir Comey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert