„Vona að þú getir sleppt þessu“

Comey frammi fyrir dómsmálanefnd þingsins fyrr á árinu.
Comey frammi fyrir dómsmálanefnd þingsins fyrr á árinu. AFP

James Comey, sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti rak úr starfi for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, seg­ir Trump hafa brýnt fyr­ir sér að hætta rann­sókn á þáver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa sín­um, Michael Flynn.

„Ég vona að þú get­ir séð þér fært að sleppa þessu og látið Flynn vera. Hann er góður ná­ungi,“ seg­ir Comey að Trump hafi tjáð sér á fundi þeirra 14. fe­brú­ar á for­seta­skrif­stof­unni.

„Ég skildi for­set­ann þannig að hann væri að biðja um að við mynd­um hætta allri rann­sókn á Flynn í tengsl­um við rang­ar staðhæf­ing­ar hans um sam­ræður sín­ar við rúss­neska sendi­herr­ann í des­em­ber,“ seg­ir Comey í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur nú gefið út, degi áður en hann ber vitni fyr­ir njósna­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings.

„For­set­inn sagði, „Ég þarf holl­ustu, ég býst við holl­ustu.“ Ég hreyfði mig ekki og talaði hvorki né breytti and­lits­svipn­um mín­um á nokk­urn máta, í þeirri vand­ræðal­egu þögn sem síðan fylgdi,“ seg­ir Comey.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert