Pundið hefur fallið snöggt niður á við eftir að útgönguspár fyrir bresku þingkosningarnar voru birtar klukkan níu að íslenskum tíma, en samkvæmt þeim er útlit fyrir að Íhaldsflokkurinn missi meirihluta sinn á þinginu.
Pundið hefur að minnsta kosti fallið um 1,5% gagnvart bandaríkjadal þegar þetta er skrifað, á þeim mörkuðum sem nú eru opnir.
Útgönguspár sýna fram á að Íhaldsflokkurinn verði enn stærsti flokkurinn, en að hann missi þó 17 sæti og þar með meirihluta sinn, sem var tæpur fyrir.