May missir meirihluta samkvæmt spám

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, gengur út af kjörstað í dag.
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, gengur út af kjörstað í dag. AFP

Breski Íhaldsflokkurinn hefur misst meirihluta sinn í neðri deild breska þingsins, samkvæmt útgönguspám BBC sem opinberaðar voru nú á slaginu klukkan tíu. 

Samkvæmt spánni missir Íhaldsflokkurinn sautján sæti, og þar með meirihlutann, og fær 314 þingmenn kjörna. 326 þarf fyrir meirihluta á 650 manna þinginu. Verkamannaflokkurinn bætir þá við sig og fær 266 þingmenn kjörna, sem er aukning um 34 sæti.

Skoski þjóðarflokkurinn missir 22 þingsæti og fær 34 menn kjörna, samkvæmt spánni.Frjálslyndir demókratar fá þá 14 þingmenn og fjölgar sætum þeirra á þinginu um sex.

Ritstjóri Spectator bendir á að útgönguspár BBC hafi reynst nærri lagi í þingkosningum síðustu tvo áratugi:

Stjórnmálaritstjóri BBC, Laura Kuenssberg, segir að reynist spáin rétt gætu Verkamannaflokkurinn, Skoski þjóðarflokkurinn og velski flokkurinn Plaid Cymru samanlagt náð jafnmörgum þingsætum og Íhaldsflokkurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert