Segir ummæli Trump „viðbjóðsleg“

Mohammad Javad Zarif.
Mohammad Javad Zarif. AFP

Mohammad Javad Zarif, forsætisráðherra Írans, segir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta eftir hryðjuverkaárásir Ríkis íslams í Teheran, höfuðborg Írans, í gær vera „viðbjóðsleg“.

„Viðbjóðsleg yfirlýsing Hvíta hússins,“ skrifaði Zarif á Twitter.

Trump sagði að „ríki sem styrkja hryðjuverkastarfsemi eiga það á hættu að verða sjálf fyrir barðinu á illskunni sem þau halda á lofti“.

Þrettán létust og yfir 40 særðust í árásunum.

Trump hefur lengi sakað Íran um að styðja við bakið á hryðjuverkum. Hann hefur hótað því að rifta samningi frá árinu 2015 á milli stjórnvalda í Teheran og vesturveldanna um kjarnorkuvopn.

Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi vottað Írönum samúð sína vegna árásanna hefur bandaríska öldungadeildin flýtt vinnslu löggjafar um nýjar refsiaðgerðir gegn Íran, meðal annars vegna „stuðnings við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi“.

Íranar segja að Sádi-Arabía, sem Bandaríkjamenn eru hliðhollir, beri ábyrgð á fjármögnun öfgasamtaka sem meðal annars styðji Ríki íslams.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert