Trump: Ég er 100% tilbúinn

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera 100% tilbúinn til að ræða eiðsvarinn um samtöl sem hann átti við James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI.

Comey kom fyr­ir rann­sókn­ar­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings, og lýsti sam­skipt­um þeirra tveggja í aðdrag­anda þess að sá fyrr­nefndi rak þann síðar­nefnda.

„James Comey staðfesti margt af því sem ég hef sagt. Sumt sem hann sagði var ekki satt,“ sagði Trump í dag. 

Meðal þess sem kom fram í vitn­is­b­urði Comey í gær var að Trump hefði beðið hann að falla frá rann­sókn á Micheal Flynn, fyrr­ver­andi þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa for­set­ans, og hugs­an­leg­um tengsl­um hans við rúss­neska ráðamenn.

Þá sagði Comey jafn­framt að for­set­inn hefði kraf­ist holl­ustu af hon­um. Þetta þótti fyrr­ver­andi FBI for­stjór­an­um óþægi­legt, en Trump hef­ur neitað því að hafa látið þessi orð falla.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert