Nýr flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta stefnir í að fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta samkvæmt spám sem birtar hafa verið í landinu.
Fyrsta umferð þingkosninganna fer fram í dag og samkvæmt spánum mun flokkur hans, Republique en Marche, ásamt samstarfssflokknum MoDem, fá 390 til 445 sæti á þinginu sem samtals telur 577 sæti.
Útlit er fyrir að flokkarnir fái 32,2 til 32,9 prósent atkvæðanna í fyrstu umferðinni. Næsta umferð fer fram á sunnudag eftir viku.