Fordæmalaust tap vinstri flokka

Leiðtogi franska Sósíalistaflokksins segir vinstri væng stjórnmálanna standa frammi fyrir fordæmalausu tapi í þingkosningum landsins. Úlit er fyrir að vinstri flokkarnir missi fleiri en 200 þingsæti.

Í kjölfar fyrstu talna sýna spár að flokkurinn muni eiga 15 til 40 sæti á þinginu, en hann hefur átt 277 sæti á yfirstandandi kjörtímabili. Þingsæti eru sam­tals 577.

Nýr flokk­ur Emm­anu­els Macron, Frakk­lands­for­seta, stefn­ir þá í að fá yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta þing­sæta sam­kvæmt sömu spám.

Flokk­ur hans, Repu­blique en Marche, ásamt sam­starfss­flokkn­um MoDem, virðist þannig munu fá 390 til 445 sæti á þing­inu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert