Leiðtogi franska Sósíalistaflokksins segir vinstri væng stjórnmálanna standa frammi fyrir fordæmalausu tapi í þingkosningum landsins. Úlit er fyrir að vinstri flokkarnir missi fleiri en 200 þingsæti.
Í kjölfar fyrstu talna sýna spár að flokkurinn muni eiga 15 til 40 sæti á þinginu, en hann hefur átt 277 sæti á yfirstandandi kjörtímabili. Þingsæti eru samtals 577.
Nýr flokkur Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, stefnir þá í að fá yfirgnæfandi meirihluta þingsæta samkvæmt sömu spám.
Flokkur hans, Republique en Marche, ásamt samstarfssflokknum MoDem, virðist þannig munu fá 390 til 445 sæti á þinginu.