Kusu að verða 51. ríki Bandaríkjanna

Kona veifar fána Púertó Ríkó fyrir utan kjörstað í dag, …
Kona veifar fána Púertó Ríkó fyrir utan kjörstað í dag, til að mótmæla atkvæðagreiðslunni. AFP

Íbúar Púertó Ríkó kusu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að eyjan verði 51. ríki Bandaríkjanna. Dræm kjörsókn gæti þó varpað skugga á atkvæðagreiðsluna, sem er ekki bindandi.

Samkvæmt fyrstu tölum styðja 97% íbúa það að Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði Bandaríkjanna, verði ríki. 23% kjörsókn þykir þó sýna fram á árangur andstæðinganna sem hvatt höfðu fólk til að hunsa atkvæðagreiðsluna.

Frá þessu greinir Wall Street Journal.

Stjórnvöld eyjunnar hafa átt í miklum fjárhagsvandræðum og ákváðu í maí á síðasta ári að greiða ekki 422 millj­óna dala af­borg­un sem þá var á gjalddaga.

Rík­is­stjór­inn Al­ej­andro García Padilla til­kynnti þá í beinni sjón­varps­út­send­ingu að þetta væri gert sam­kvæmt hans fyr­ir­skip­an og að ákvörðunin hefði verið mjög erfið. Þung­ur skulda­baggi hef­ur legið á land­inu á liðnum árum og skuld­aði rík­is­sjóður Pú­er­tó Ríkó um 70 millj­arða dala. Til að setja upp­hæðina í sam­hengi þá er lands­fram­leiðsla Pú­er­tó Ríkó rösk­lega 100 millj­arðar dala og íbúa­fjöld­inn ríf­lega 3,5 millj­ón­ir.

Stjórn­völd þar í landi hafa átt í viðræðum við banda­rísk yf­ir­völd um lausn á skulda­vand­an­um. Ekk­ert sam­komu­lag hef­ur náðst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert