Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur ákveðið að ferðabann Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna íbúa sex ríkja þar sem múslimar eru meirihluti íbúa verði áfram hindrað.
Úrskurðurinn var að mestu leyti í takt við lögbann sem lægri dómstóll hafði áður sett á ferðabannið.
„Innflutningur fólks, jafnvel þegar um forsetann er að ræða, snýst ekki um ákvörðun einnar manneskju,“ sagði í úrskurðinum.
„Forsetinn, með því að gefa út tilskipun um ferðabannið, fór fram úr því valdi sem þingið setur honum.“
Úrskurðurinn er áfall fyrir Trump sem hafði áformað að efna kosningaloforð um ferðabannið.