Segir ESB ekki geta beitt refsiaðgerðum

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands er ekki hrifinn af flóttamannaáætlun Evrópusambandsins.
Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands er ekki hrifinn af flóttamannaáætlun Evrópusambandsins. Mynd/AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Pól­lands seg­ir að mögu­leg­ar refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Póllandi fyr­ir að taka við færri flótta­mönn­um en kraf­ist er séu ólög­leg­ar. Bú­ist er við að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins til­kynni á morg­un hvaða úrræðum verði beitt. 

Á mánu­dag­inn var frétta­stofu AFP greint frá því að Evr­ópu­sam­bandsþjóðirn­ar Pól­land, Ung­verja­land og Tékk­land horfðu fram á refsiaðgerðir fyr­ir að neita að taka þátt í að flótta­manna­áætl­un sem létt­ir þung­ann á Ítal­íu og Grikk­andi. 

„Við erum ekki í hættu,“ seg­ir Witold Waszczy­kowski, ut­an­ríki­ráðherra Pól­lands. „Við ætl­um ekki að bregðast við, við ætl­um ekki að út­skýra fyr­ir fram­kvæmda­stjórn­inni hvers vegna þetta er ólög­legt.“

„Megnið af fólk­inu er ekki flótta­menn. Þetta er far­and­fólk sem kom ólög­lega til Evr­ópu og vill ekki setj­ast að í Póllandi, það þyrfti að beita þving­un­um,“ bætti Waszczy­kowski við. 

Yf­ir­völd í Póllandi hafa boðist til að senda mannúðaraðstoð til flótta­manna­búða á stríðshrjáðum svæðum í Miðaust­ur­lönd­um en Evr­ópu­sam­bandið mun hafa kraf­ist þess að landið byrji að taka við hæl­is­leit­end­um frá Sýr­landi, Erít­r­eu og Írak. Í byrj­un júní var aðeins búið að finna 20 þúsund flótta­mönn­um stað af þeim 160 þúsund sem hafa að unda­förnu kom­ist yfir landa­mær­in álf­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert