Ósmekkleg ummæli á minningarathöfn Auschwitz

Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands.
Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands. AFP

Beata Szyd­lo, forsæt­is­ráðherra Pól­lands, hef­ur verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir um­mæli sín sem hún lét falla á minn­ing­ar­at­höfn um Auschwitz út­rým­ing­ar­búðir nas­ista. 77 ár eru liðin frá því fyrstu fang­ar voru flutt­ir yfir til Pól­lands og þeir hneppt­ir í ánauð í seinni heims­styrj­öld. 

„Á þeim ófriðar­tím­um sem við lif­um get­um við lært af Auschwitz að við þurf­um að gera allt til að standa vörð um sjálf­stæði okk­ar og líf borg­ar­anna,“ sagði Szyd­lo. Þessi um­mæli lét hún falla ein­um degi eft­ir að refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Póllandi fyr­ir að taka við færri flótta­mönn­um. 

Auk Pól­lands bein­ast refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins einnig gegn Tékk­land og Ung­verjalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert