Tveggja ára barn skaut frænku sína

Barnið fann skotvopn og skaut frænku sína.
Barnið fann skotvopn og skaut frænku sína. Ljósmynd/Wikipedia

Tveggja ára gamalt barn skaut sjö ára gamla frænku sína til bana 6. júní síðastliðinn. Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri verður sóttur til saka fyrir verknaðinn. Byssan var í hans eigu en hann skildi hana eftir í íbúð í borginni Nashville í Tennessee þar sem óvitinn fann hana og voðaskotið reið af.

Maðurinn sem á að baki sakaferil verður einnig sóttur til saka fyrir ólöglega byssueign. Samkvæmt lögum má einstaklingur sem á að baki sakaferil ekki eiga skotvopn. Hann sat inni um tíma fyrir mannrán.     

Ef maðurinn verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér 10 ára fangelsisvist. 

Slys eins og þetta eru ekki óalgeng í Bandaríkjunum þar sem byssueign er algeng. Talið er að rúmlega 300 milljónir skotvopna séu í umferð í landinu.

Árið 2014 myrti tveggja ára gamalt barn móður sína í matvöruverslun. Barnið náði í byssuna sem var í veski móður sinnar og voðaskot reið af. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert