Elísabet stappar stálinu í landsmenn

Elísabet Bretadrottning heimsótti sjálfboðaliða og íbúa í gær.
Elísabet Bretadrottning heimsótti sjálfboðaliða og íbúa í gær. AFP

Elísabet Bretadrottning segir að breska þjóðin sé að ganga í gegnum erfiða tíma í kjölfar  þeirra árása sem hafa orðið á undanförnum vikum í Lundúnum og í Manchester og eldsvoðans mikla sem kviknaði í Grenfell-háhýsinu í vikunni.

Þetta kemur fram í afmælisávarpi Bretlandsdrottningar, sem kemur í kjölfar fjölmennra mótmæla í gær vegna eldsvoðans mikla sem kviknaði í háhýsinu með þeim afleiðingum að minnst 30 létust. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Þegar á reynir, þá hefur Bretland verið staðfast í mótlæti,“ sagði drottningin.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fékk óblíðar móttökur þegar hún heimsótti svæðið í Kensington í vesturhluta Lundúna í gær. Hún hét því hins vegar að málið yrði rannsakað í þaula. Hún hefur hins vegar verið harðlega gagnrýndi fyrir það hvernig hún brást við eldsvoðanum. 

Rannsóknin á brunanum í Grenfell-fjölbýlishúsinu er í fullum gangi.
Rannsóknin á brunanum í Grenfell-fjölbýlishúsinu er í fullum gangi. AFP

Bretadrottning og hertoginn af Cambridge heimsóttu í gær sjálfboðaliða, íbúa og talsmenn hverfisins í íþróttamiðstöðinni í Westway. 

„Í dag er hefðbundinn dagur til að fagna. Í ár er hins vegar mjög erfitt að líta fram hjá þungu hugarástandi þjóðarinnar,“ sagði Elísabet í ávarp sínu í dag. 

„Þegar ég heimsótti Manchester og London nýverið, þá fann ég sterkt fyrir tilhneigingu fólks til að hughreysta eða bjóða þeim stuðning sem þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda,“ sagði hún ennfremur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert