Fjögurra saknað á Grænlandi

Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands.
Nuugaatsiaq er á vesturströnd Grænlands. Mynd/Google Maps

Fjögurra er saknað eftir fljóðbylgjuna sem varð í þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir vesturhluta landsins.

Þetta sagði Bjørn Tegner Bay frá grænlensku lögreglunni á blaðamannafundi í Nuuk, höfuðborg Grænlands, að því er DR greindi frá. 

Alls býr 101 manneskja í Nuugaatsiaq. Búið er að flytja 78 af þeim á öruggan stað.

Ellefu hús eyðilögðust í flóðbylgjunni og bjuggu þeir fjórir sem er saknað í einu húsanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert