Margra ára vanræksla

Rannsókn stendur yfir í háhýsinu í vesturhluta Lundúnum. Hátt í …
Rannsókn stendur yfir í háhýsinu í vesturhluta Lundúnum. Hátt í sextíu létust í stórbrunanum. AFP

Borg­ar­stjóri London, Sa­diq Khan, seg­ir að hægt hefði verið að koma í veg fyr­ir stór­brun­ann í Gren­fell-há­hýs­inu í vest­ur­hluta Lund­úna. Hins veg­ar hafi margra ára van­ræksla af hálfu hins op­in­bera átt þátt í því stór­slysi sem varð á miðviku­dag. 

Kahn var í dag viðstadd­ur at­höfn þar sem þeirra sem lét­ust var minnst. Hann sagði að brun­inn væri stór­slys á landsvísu og þjóðin yrði að bregðast við. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, var viðstaddur minningarathöfn í borginni í …
Sa­diq Khan, borg­ar­stjóri Lund­úna, var viðstadd­ur minn­ing­ar­at­höfn í borg­inni í dag. AFP

Borg­ar­full­trú­ar í Kens­ingt­on og Chel­sea segja að emb­ætt­is­menn hafi unnið sleitu­laust frá því að brun­inn varð. Yf­ir­völd á svæðinu hafa verð harðlega gagn­rýnd fyr­ir viðbrögð sín í kjöl­far brun­ans. Marg­ir íbú­ar hafa kvartað und­an því að skort hafi upp­lýs­inga­gjöf og stuðning.

„Fólk er reitt, ekki aðeins vegna lé­legra viðbragða borg­ar­full­trúa og rík­is­ins fyrstu dag­ana eft­ir slysið, held­ur vegna margra ára van­rækslu borg­ar­ráðsins,“ sagði Kahn.

„Menn hafa á til­finn­ing­unni að borg­ar­ráðið og rík­is­stjórn­in skilji ekki áhyggj­ur þeirra og sé í raun al­veg sama.

Margir hafa komið saman til að minnast þeirra sem létust …
Marg­ir hafa komið sam­an til að minn­ast þeirra sem lét­ust og sýna þeim sem lifðu af stuðning. AFP

Talið er að 58 hafi lát­ist í elds­voðanum, sem Kahn seg­ir að sé af­leiðing „mistaka og van­rækslu stjórn­mála­manna - borg­ar­ráðsins og rík­is­stjórn­ar­inn­ar“.

„Íbúar á svæðinu eru komn­ir með nóg af þreytt­um tugg­um stjórn­mála­manna,“ bætti borg­ar­stjór­inn við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert