Rannsókn er hafin á framgöngu lögreglunnar í Seattle í Washington-ríki í Bandaríkjunum eftir að lögreglumenn skutu ófríska konu til bana í dag. Konan, Charleena Lyles, hafði haft samband við lögregluna og tilkynnt innbrot. Þegar lögreglumennirnir mættu á staðinn ráðist hún á þá með hnífi samkvæmt frétt AFP. Lyles var þrítug að aldri.
Fram kemur í fréttinni að þrjú börn Lyles hafi verið á heima hjá henni þegar hún var skotin til bana. Ekkert þeirra hafi orðið fyrir meiðslum. Ættingjar Lyles segja hana hafa verið komna þrjá mánuði á leið þegar hún lést og að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Haft er eftir systur Lyles hvers vegna ekki var hægt að beita rafbyssu.
„Þeir hefðu getað yfirbugað hana. Ég hefði getað yfirbugað hana,“ er haft eftir systurinni, Moniku Willams. Heyra má lögreglumennina á upptöku sem gerð var opinber í dag hrópa varnaðarorð að Lyles skömmu áður en þeir skutu hana. Lögreglumönnunum tveimur hefur verið vikið frá störfum á meðan rannsókn á málinu fer fram.