Norðmenn smíða sjálfvirk skip til vöruflutninga

Skipið verður alsjálfvirkt og ómannað árið 2020.
Skipið verður alsjálfvirkt og ómannað árið 2020. Mynd/Yara/Kongsberg

Það kann að vera styttra í fulla sjálf­virkni og raf­væðingu skipa­flot­ans en menn hafa gert sér grein fyr­ir. Fyr­ir­tæk­in Yara og Kongs­berg kynntu ný­verið um sam­starf á smíði fyrsta raf­vædda og sjálf­virka skips heims. Norska áburðarfé­lagið Yara hyggst þannig flytja eig­in fram­leiðslu­vör­ur milli hafna í Nor­egi með alsjálf­virk­um hætti. Skipið verður án út­blást­urs gróður­húsaloft­teg­unda. Það legg­ur úr höfn á næsta ári en verður alsjálf­virkt og ómannað árið 2020. Í til­kynn­ingu fyr­ir­tækj­anna, sem birt er á heimasíðu Kongs­berg, kem­ur ekki fram hvað verk­efnið muni kosta. 

„Yara In­ternati­onal ASA“ er stór norsk­ur efna­fram­leiðandi sem einkum er þekkt­ur fyr­ir áburðarfram­leiðslu. Fyr­ir­tækið, sem starfar í um 50 ríkj­um, er að þriðjungi í eigu norska rík­is­ins.

Fyr­ir­tækið Kongs­berg Ma­ritime AS“ er há­tæknifyr­ir­tæki á sviði skipa og er í meiri­hluta­eigu norska rík­is­ins. Það þróar meðal ann­ars marg­vís­lega tækni fyr­ir skipaiðnaðinn; staðsetn­ing­ar­kerfi, stjórn­un­ar­búnað skipa og marg­vís­lega sjálf­virkni í kaup­skip.

Skipið siglir einn til tvo túra á sólarhring milli Herøya …
Skipið sigl­ir einn til tvo túra á sól­ar­hring milli Herøya og Lar­vik, um 30 sjó­míl­ur, og Herøya og Brevik, um 7 sjó­míl­ur. Kort/​Yara/​Kongs­berg

Skipið „Yara Bir­ke­land“

Hið nýja skip, „Yara Bir­ke­land“, er nefnt eft­ir stofn­anda Yara, vís­inda­mann­in­um og frum­kvöðlin­um Kristian Bir­ke­land. Fyr­ir­tæk­in full­yrða að nýja skipið verði fyrsta gáma­flutn­inga­skip heims­ins sem sé alsjálf­virkt og keyrt sé á raf­magni, al­gjör­lega án los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda. Áætlað er að skipið hefji rekst­ur á síðari hluta árs­ins 2018 og flytji áburðar­vör­ur Yara frá verk­smiðjunni í Pors­grunn til Brevik og til Lar­vik í Suður-Nor­egi. Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma á ári. 

Skipið verður 70 metr­ar að lengd, 15 metr­ar á breidd og 12 metr­ar á dýpt. Flutn­ings­geta þess er eru 100-150 gáma­ein­ing­ar (TEU). Það mun sigla á 6 hnút­um en með 10 hnúta há­marks­hraða. Það geng­ur fyr­ir raf­hlöðum (3,5 - 4 MWh). 

„Yara Bir­ke­land“ verður út­búið skynj­ara­tækni mynda­véla, rat­sjá, AIS-skynj­ur­um (sjálf­virk­ur staðsetn­ing­ar­búnaður skipa), skynj­ur­um sem nema fjar­lægðir (Li­dar-tækni sem not­ar ljós­geisla í stað út­varps­bylgja) sem og inn­rauðum mynda­vél­um. Öll hleðsla og af­ferm­ing á vör­um Yara verður einnig sjálf­virk með raf­magnskrön­um. 

Skipið mun leysa af 40.000 ferðir vöruflutningabifreiða á ári.
Skipið mun leysa af 40.000 ferðir vöru­flutn­inga­bif­reiða á ári. Mynd/​Yara/​Kongs­berg

Leys­ir af 40.000 ferðir vöru­flutn­inga­bif­reiða á ári

Með smíði nýja skips­ins von­ast Yara til að draga úr vöru­flutn­ing­um á eig­in fram­leiðslu í Nor­egi með bif­reiðum á landi. Skipa­flutn­ing­arn­ir munu þannig leysa af hólmi 40.000 ferðir vöru­flutn­inga­bif­reiða á ári í gegn­um þétt­býl svæði Suður-Nor­egs. Það mun auka um­ferðarör­yggi annarra veg­far­enda, minnka slit vega, draga út út­streymi gróður­húsaloft­teg­unda sem og hávaða og sót­meng­un. Skipið mun þannig draga úr los­un köfn­un­ar­efn­isoxíð (NOx) og kolt­víoxíðs (CO2) sem kem­ur frá nú­ver­andi vöru­flutn­ing­um Yara. Með þessu von­ast stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna til að setja for­dæmi fyr­ir flutn­inga á sjó sem stuðli að mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bærni. 

Ómannað og alsjálf­virkt 2020

Fyr­ir­tækið Kongs­berg Ma­ritime er ábyrgt fyr­ir þróun og af­hend­ingu allr­ar meg­in­tækni hins nýja skips, þar á meðal skynj­ara­tækni og sjálf­virkni, auk raf­kerfa, raf­geyma og stýri­kerfa.

Í upp­hafi mun Yara Bir­ke­land vera stýrt af mönn­um. Árið 2019 verður skip­inu síðan fjar­stýrt úr landi og árið 2020 er síðan gert ráð fyr­ir að skipið geti verið al­veg sjálf­stætt starf­andi, ómannað og alsjálf­virkt.

Svein Tore Hol­set­her, for­stjóri Yara, seg­ir fjár­fest­ingu í skip­inu falla vel að stefnu alþjóðlegs áburðarfyr­ir­tæk­is sem vilji vera leiðandi í að fæða heim­inn og vernda jörðina. „Við erum með fleiri en 100 vöru­flutn­inga­bif­reiðar knún­ar af díselol­íu til að flytja vör­ur frá Pors­grunn-verk­smiðju Yara til hafna í Brevik og Lar­vik, þar sem við send­um síðan vör­ur til viðskipta­vina um all­an heim. Með þessu nýja sjálf­virka raf­knúna skipi fær­um við flutn­inga okk­ar af veg­um til sjáv­ar og drög­um þannig úr hávaða og ryk­los­un, bæt­um ör­yggi veg­far­enda og drög­um jafn­framt úr los­un köfn­un­ar­efn­isoxíðs og kolt­víoxíðs,“ seg­ir Hol­set­her.

Það er til gam­ans að geta að Slát­ur­fé­lag Suður­lands sel­ur áburð frá Yara. Ef til vill sigl­ir sjálf­virka skipið hingað til Íslands á kom­andi árum.

Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma af áburði Yara …
Áætlað er að skipið flytji 25.000 gáma af áburði Yara á ári. Mynd/​Yara/​Kongs­berg

Hér má sjá kynn­ing­ar­mynd­band Kongs­berg um skipið:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert