Umdeild lög gegn hryðjuverkum samþykkt í Japan

Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan japanska þingið til að …
Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman fyrir utan japanska þingið til að mótmæla umdeildu lögunum. AFP

Þing Jap­ans samþykkti um­deild lög síðasta fimmtu­dag vegna áforma um að fremja hryðju­verk og aðra al­var­lega glæpi. Lög­in víkka heim­ild­ir rík­is­ins til að hafa eft­ir­lit með borg­ur­um lands­ins og heim­ila lög­reglu að hand­taka „mögu­lega“ hryðju­verka­menn.

Rík­is­stjórn Jap­ans seg­ir lög­in, sem glæpa­væða ýms­an verknað ótengd­an hryðju­verk­um, vera nauðsyn­leg til að tryggja ör­yggi borg­ar­anna í framtíðinni þar sem Ólymp­íu­leik­arn­ir verði haldn­ir árið 2020. Einnig seg­ir hún lög­in í sam­ræmi við samn­ing Sam­einuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Fyr­ir­byggja hryðju­verk áður en þau ger­ast

Fjöl­menn mót­mæli hafa farið fram und­an­farn­ar tvær vik­ur þar sem þúsund­ir manna hafa safn­ast sam­an fyr­ir utan jap­anska þing­húsið í Tókýó. Mót­mæl­end­ur halda því fram að lög­in þrengi að mann­rétt­ind­um Jap­ana á al­var­leg­an hátt. Mót­mæl­in hafa staðið yfir með hlé­um síðan frum­varpið var lagt fyr­ir þingið í des­em­ber.

Eft­ir at­kvæðagreiðsluna sagði Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, fjöl­miðlum að lög­in sner­ust um að vernda jap­anska borg­ara enda fyr­ir­byggðu þau hryðju­verk áður en þau gerðust. Gagn­rýn­end­ur lag­anna segja þau aft­ur á móti vera mis­beit­ingu rík­is­valds og brot á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um borg­ara til frels­is. „Þessi laga­setn­ing er full­komið dæmi um hvernig rík­is­stjórn­in not­ar hryðju­verk sem af­sök­un fyr­ir stór­auk­inu eft­ir­liti með al­menn­um borg­ur­um og aðgerðasinn­um, til að her­væða landið á ný og brjóta niður and­ófs­menn rík­is­ins,“ seg­ir Lisa Torio, íbúi í Tókýó, við fréttamiðil­inn Al Jazeera.

Mótmælendur telja lögin vera misneytingu ríkisvalds og brot á stjórnarskrárvörðum …
Mót­mæl­end­ur telja lög­in vera misneyt­ingu rík­is­valds og brot á stjórn­ar­skrár­vörðum rétt­ind­um borg­ara til frels­is. AFP

Nýju lög­in ná til 277 nýrra glæpa. And­stæðing­arn­ir segja marga þess­ara glæpa ekki tengj­ast hryðju­verk­um sem slík­um. Glæp­irn­ir varði til að mynda brot á höf­und­ar­rétti og það að taka timb­ur í leyf­is­leysi úr skóg­um lands­ins.

Joseph Cannataci, sér­stak­ur emb­ætt­ismaður Sam­einuðu þjóðanna í friðhelgi einka­lífs, varaði við frum­varp­inu í maí. „Ef frum­varpið verður lög­leitt get­ur það leitt til óæski­legra tak­mark­anna á friðhelgi einka­lífs­ins og tján­ing­ar­frelsi,“ sagði Cannataci. „Frum­varpið virðist leyfa beit­ingu laga gegn glæp­um sem tengj­ast að engu leyti skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og hryðju­verk­um,“ seg­ir Cannataci enn frek­ar, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráðherra Jap­an.   

Forsætisráðherra Japans segir lögin leitast eftir að vernda japanska borgara …
For­sæt­is­ráðherra Jap­ans seg­ir lög­in leit­ast eft­ir að vernda jap­anska borg­ara enda „fyr­ir­byggi þau hryðju­verk áður en þau ger­ist“. AFP

Upp­haf nýrr­ar bylgju að stór­auknu eft­ir­liti

Banda­ríski upp­ljóstr­ar­inn Edw­ard Snowd­en kallaði frum­varpið upp­hafið að stór­auknu eft­ir­liti í Jap­an. „Það er verið að færa í eðli­legt horf eft­ir­lits­menn­ingu sem hef­ur áður ekki verið til staðar í Jap­an,“ seg­ir Snowd­en.

Frum­varpið hef­ur verið lagt fyr­ir þingið nokkr­um sinn­um áður en fyrri út­gáf­ur af því mættu mikl­um mót­byr og voru ekki samþykkt­ar. Nýj­asta út­gáfa frum­varps­ins, sem nú hef­ur verið samþykkt, fækkaði glæp­um sem það nær til niður í 270 en eldri út­gáf­ur lag­anna beind­ust að rúm­lega 600 glæp­um sem tengd­ust ekki hryðju­verk­um eða skipu­lögðum glæpa­sam­tök­um, að því er seg­ir í frétt á vefn­um PressTV.

Lög­manna­fé­lag Jap­ans full­yrðir að þrátt fyr­ir um­bæt­ur á frum­varp­inu veiti lög­in enn lög­reglu og rík­is­valdi of mikið svig­rúm til að ákv­arða hvað „glæpa­sam­tök“ séu. Al­menn­ing­ur gæti því orðið skot­mark lag­anna, þar sem sím­hler­un­um og eft­ir­liti með sam­töl­um á net­inu verði beitt, ef lög­regla tel­ur að um „sam­særi“ sé að ræða.

Jap­ansk­ir fjöl­miðlar hafa líkt lög­un­um við eldri lög Jap­ana frá síðari heims­styrj­öld sem sner­ust um „að viðhalda alls­herj­ar­reglu“. Al­menn­ir borg­ar­ar voru þá hand­tekn­ir fyr­ir mót­mæli, fyr­ir að styðja og starfa fyr­ir verka­lýðsfé­lög og beita sér gegn stríði. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert