Lifði af flugslys en lést við björgun

Björgunarfólk var lengi að komast á staðinn.
Björgunarfólk var lengi að komast á staðinn. Ljósmynd/Twitter

Brasilískur flugmaður sem nauðlenti flugvél í Amazon-ánni, og bjargaði þar með lífi eina farþegans í vélinni, lét lífið þegar bjarga átti mönnunum tveimur.

Bilun kom upp í vélarbúnaði eins hreyfils vélarinnar. Flugmanninum tókst að lenda en vélin hvarf á bólakaf á skömmum tíma.

Mennirnir tveir björguðust og biðu í nokkrar klukkustundir áður en björgunarfólk komst til þeirra, enda erfitt að komast á svæðið inni í frumskóginum.

Þegar björgunarfólk henti kaðli til mannanna missti flugmaðurinn takið, féll í ána og hvarf í strauminn. Atvikið átti sér stað fyrir viku síðan en björgunarfólk fann líkamsleifar flugmannsins þremur dögum síðar.

Elcides Rodrigues Pereira, 64 ára gömlum flugmanni, hefur verið hampað sem hetju eftir að myndskeið frá dramatískri lendingu þeirra var birt í brasilískum fjölmiðlum.

Pereira og Ednilson Cardoso, 28 ára heilbrigðisstarfsmaður, voru í vinnuferð á leið að aðstoða ættflokk sem býr í frumskóginum.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert