Lifði af flugslys en lést við björgun

Björgunarfólk var lengi að komast á staðinn.
Björgunarfólk var lengi að komast á staðinn. Ljósmynd/Twitter

Bras­il­ísk­ur flugmaður sem nauðlenti flug­vél í Amazon-ánni, og bjargaði þar með lífi eina farþeg­ans í vél­inni, lét lífið þegar bjarga átti mönn­un­um tveim­ur.

Bil­un kom upp í vél­ar­búnaði eins hreyf­ils vél­ar­inn­ar. Flug­mann­in­um tókst að lenda en vél­in hvarf á bólakaf á skömm­um tíma.

Menn­irn­ir tveir björguðust og biðu í nokkr­ar klukku­stund­ir áður en björg­un­ar­fólk komst til þeirra, enda erfitt að kom­ast á svæðið inni í frum­skóg­in­um.

Þegar björg­un­ar­fólk henti kaðli til mann­anna missti flugmaður­inn takið, féll í ána og hvarf í straum­inn. At­vikið átti sér stað fyr­ir viku síðan en björg­un­ar­fólk fann lík­ams­leif­ar flug­manns­ins þrem­ur dög­um síðar.

Elcides Rodrigu­es Pereira, 64 ára göml­um flug­manni, hef­ur verið hampað sem hetju eft­ir að mynd­skeið frá drama­tískri lend­ingu þeirra var birt í bras­il­ísk­um fjöl­miðlum.

Pereira og Ednil­son Car­doso, 28 ára heil­brigðis­starfsmaður, voru í vinnu­ferð á leið að aðstoða ætt­flokk sem býr í frum­skóg­in­um.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert