Hætta að kenna þróunarkenninguna

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. AFP

Þróunarkenningin verður ekki kennd áfram í tyrkneskum skólum en það er liður í áformum stjórnvalda um að taka út „umdeild“ málefni úr kennslu. Breytingin tekur gildi í haust. CNN greinir frá.

„Ef nemendur okkar hafa ekki bakgrunninn, vísindalega þekkingu, eða upplýsingar til að skilja umræðuna um umdeild málefni þá tökum við slík málefni úr kennslu,“ segir Alpaslan Durmur, stjórnarformaður menntamálanefndar Tyrklands. 

Segir hann að breytingarnar hafi verið gerðar til að leggja áherslu á þjóðleg gildi og undirstrika framlag tyrkneskra og múslimskra fræðimanna.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti kom í veg fyrir valdarán á síðasta ári og í apríl á þessu ári greiddi meirihluti þjóðarinnar því atkvæði að forseti landsins fengi aukin völd. CNN segir gagnrýnendur benda á að breytingarnar á menntakerfi landsins séu skref Réttlætis- og þróunarflokks, flokks Erdogans, í því að gera Tyrklands enn íhaldsamara en nú er. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert