Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rofið 20 ára hefð að halda kvöldverðarboð í tilefni af lokum Ramadan, föstumánaðar múslima. Það var forveri hans, Bill Clinton, sem fyrst hélt slíkt boð í sinni forsetatíð og hefur Hvíta húsið haldið þeirri hefð allt þar til nú.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun hafa neitað að halda kvöldverðarboð við lok föstumánaðarins, en greint var frá því í maí að hann hefði hunsað ráðleggingar embættismanna sem halda utan um málefni tengd trúarbrögðum í ráðuneytinu, um að skipuleggja fögnuðinn.
Trump var sjálfur gagnrýndur fyrir neikvæða orðræðu í garð múslima í kosningabaráttunni, en hann kallaði meðal annars eftir öryggisgæslu í moskum.
Trump sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sendi múslimum góðar kveðjur fyrir hönd bandarísku þjóðarinnar, í tilefni hátíðarhaldanna. Tillerson gerði slíkt hið sama.