Enginn kvöldverður við lok Ramadan

Ekki verður haldið kvöldverðarboð í Hvíta húsinu til að fagna …
Ekki verður haldið kvöldverðarboð í Hvíta húsinu til að fagna lokum Ramadan. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur rofið 20 ára hefð að halda kvöld­verðarboð í til­efni af lok­um Rama­dan, föstu­mánaðar múslima. Það var for­veri hans, Bill Cl­int­on, sem fyrst hélt slíkt boð í sinni for­setatíð og hef­ur Hvíta húsið haldið þeirri hefð allt þar til nú.

Rex Til­ler­son, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, mun hafa neitað að halda kvöld­verðarboð við lok föstu­mánaðar­ins, en greint var frá því í maí að hann hefði hunsað ráðlegg­ing­ar emb­ætt­is­manna sem halda utan um mál­efni tengd trú­ar­brögðum í ráðuneyt­inu, um að skipu­leggja fögnuðinn.

Trump var sjálf­ur gagn­rýnd­ur fyr­ir nei­kvæða orðræðu í garð múslima í kosn­inga­bar­átt­unni, en hann kallaði meðal ann­ars eft­ir ör­ygg­is­gæslu í mosk­um.

Trump sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann sendi múslim­um góðar kveðjur fyr­ir hönd banda­rísku þjóðar­inn­ar, í til­efni hátíðar­hald­anna. Til­ler­son gerði slíkt hið sama.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert