Fer í leyfi frá Páfagarði

Frá Vatikaninu.
Frá Vatikaninu. AFP

George Pell, kardínáli og fjármálastjóri Páfagarðs, ætlar að taka leyfi frá störfum vegna ákæru á hendur honum í Ástralíu. Pell er ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi í heimalandinu.

Pell sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í morgun þar sem hann segir ekkert hæft í ásökunum. „Ég bíð spenntur eftir því að mæta í réttarsalinn. Ég er saklaus af þessum ákærum,“ segir í yfirlýsingu frá Pell. 

„Þær eru rangar. Allt sem tengist kynferðislegu ofbeldi er viðbjóður í mínum huga,“ segir Pell en hann er þriðji æðsti maðurinn innan kaþólsku kirkjunnar. 

George Pell.
George Pell. AFP

Páfagarður hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er fullum stuðningi við Pell. Tekið er sérstaklega fram að Pell sé ekki að láta af störfum hjá kirkjunni heldur taki hann aðeins tímabundið leyfi.

Þar kemur fram að Frans páfi hafi átt náið og gott samstarf með Pell varðandi efnahagslegar umbætur og ekki megi gleyma því hversu harður andstæðingur misnotkunar Pell er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert