Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur eftir enn eina Twitter-lotuna, þar sem hann sagði blaðakonu hafa „blætt illa eftir andlitslyftingu.“ Reiði forsetans beindist að stjórnendum sjónvarpsþáttarins Morning Joe, sem hann kallaði „brjálaða“ og „geðsjúka“.
Allar líkur eru á því að það hafi verið ummæli sjónvarpskonunnar Mika Brzezinski sem fóru fyrir brjóstið á Trump en hún lét að því liggja að hann gengi ekki heill til skógar.
„Allir í Washington, í stjórnkerfinu, þurfa að horfa á þetta út frá því að þeir hafi ekki gengist undir heilaskurð... af því að þú situr þarna og ert svo hræddur við hann og heldur að þú þurfir að sleikja þig upp við forsetann,“ sagði hún í morgun.
Trump svaraði með eftirfarandi tístum:
I heard poorly rated @Morning_Joe speaks badly of me (don't watch anymore). Then how come low I.Q. Crazy Mika, along with Psycho Joe, came..
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2017
...to Mar-a-Lago 3 nights in a row around New Year's Eve, and insisted on joining me. She was bleeding badly from a face-lift. I said no!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 29, 2017
Trump var tíður gestur Morning Joe í aðdraganda forsetakosninganna en hefur átt í hatrömmum deilum við fjölmiðla eftir að hann tók embætti og ítrekað sakað þá um „falskan“ fréttaflutning.
Brzezinski var ekki lengi að skjóta til baka á forsetann.
— Mika Brzezinski (@morningmika) June 29, 2017
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt forsetann fyrir uppátækið er öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, flokksbróðir Trump, sagði sagði tístin fyrir neðan virðingu forsetans.
Mr. President, your tweet was beneath the office and represents what is wrong with American politics, not the greatness of America.
— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) June 29, 2017
Mika Brzezinski er dóttir Zbigniew Brzezinski, sem var þjóðaröryggisráðgjafi Jimmy Carter. Meðstjórnandi hennar Joe Scarborough er fyrrverandi þingmaður Repúblikanaflokksins frá Flórída. Þau eru trúlofuð.
Morning Joe er sýndur á MSNBC.