Trump og Pútín hittast í Þýskalandi

Öll augu verða á G20 fundinum í júlí þegar leiðtogarnir …
Öll augu verða á G20 fundinum í júlí þegar leiðtogarnir tveir hittast. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti mætast augliti til auglitis í fyrsta sinn þegar leiðtogafundurinn G20 fer fram í Þýskalandi 7.-8. júlí.

„Í Hamborg hittir forsetinn marga leiðtoga heimsins,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, H.R. McMaster, og nefndi forseta Rússlands sérstaklega. 

Ekki er enn komið á hreint hvort þeir fundi í einrúmi. Talsmaður ríkisstjórnar Pútíns segir að þeir hittist í fundarsalnum en ekki sé búið að skipuleggja sérstakan fund. 

Leiðtogarnir tveir hafa ekki hist síðan Trump tók við forsetaembættinu fyrir fimm mánuðum eftir að hafa unnið kosningarnar í nóvember á síðasta ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert