Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreu á þrotum og tími sé kominn fyrir „ákveðin viðbrögð.“ Trump sagði á blaðamannafundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að ríkin stæðu saman andspænis „ófyrirleitinni og grimmilegri“ stjórn og hvatti Norður-Kóreu til að velja „betri leið“ í skyndi.
Moon sagði hins vegar mikilvægt að halda áfram viðræðum við leiðtoga landsins. Þá sagði hann eigin stjórn myndu horfa til endurbóta í varnarmálum og halda áfram að þróa varnargetu sína. Forsetinn sagði öryggi það eina sem gæti stuðlað að raunverulegum friði á svæðinu.
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu, þar sem Bandaríkjaforseti sagði m.a. að stjórnvöld í Washington ættu í nánu samstarfi við Suður-Kóreu, Japan og fleiri um aðgerðir til að vernda bandamenn sína og eigin ríkisborgara gegn þeirri ógn sem stafaði af Norður-Kóreu.
Trump hefur hins vegar lýst óánægju með aðkomu Kína.
The era of strategic patience with the North Korea regime has failed. That patience is over. We are working closely with.... pic.twitter.com/nCZ51HnIdx
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 30, 2017