Þolinmæðin gagnvart N-Kóreu þrotin

Trump segir þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreu á þrotum.
Trump segir þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreu á þrotum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þolinmæðina gagnvart Norður-Kóreu á þrotum og tími sé kominn fyrir „ákveðin viðbrögð.“ Trump sagði á blaðamannafundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að ríkin stæðu saman andspænis „ófyrirleitinni og grimmilegri“ stjórn og hvatti Norður-Kóreu til að velja „betri leið“ í skyndi.

Moon sagði hins vegar mikilvægt að halda áfram viðræðum við leiðtoga landsins. Þá sagði hann eigin stjórn myndu horfa til endurbóta í varnarmálum og halda áfram að þróa varnargetu sína. Forsetinn sagði öryggi það eina sem gæti stuðlað að raunverulegum friði á svæðinu.

Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu, þar sem Bandaríkjaforseti sagði m.a. að stjórnvöld í Washington ættu í nánu samstarfi við Suður-Kóreu, Japan og fleiri um aðgerðir til að vernda bandamenn sína og eigin ríkisborgara gegn þeirri ógn sem stafaði af Norður-Kóreu.

Trump hefur hins vegar lýst óánægju með aðkomu Kína.

BBC sagði frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert