Að minnsta kosti níu létu lífið og 15 særðust í sjálfsmorðsárás í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.
Á meðal hinna látnu eru almennir borgarar og hermenn en sprengjan sprakk á Tahrir-torginu í austurhluta borgarinnar að sögn Ramis Abdels Rahmans, yfirmanns samtakanna Syrian Observatory for Human Rights, í samtali við AFP.
Að sögn Rahmans drápu öryggissveitir í dag jafnframt ökumenn tveggja grunsamlegra bifreiða á leið inn í borgina en frekari upplýsingar um það mál liggja ekki fyrir.