Ítalir geta ekki tekið einir við hælisleitendum

Björgunarskipið Aquarius, sem rekið er af S.O.S. samtökunum og Læknum …
Björgunarskipið Aquarius, sem rekið er af S.O.S. samtökunum og Læknum án landamæra kemur með hælisleitendur til hafnar í Salerno í maí á þessu ári. AFP

Ítal­ía get­ur ekki haldið áfram að taka á móti þeim tug­um þúsunda hæl­is­leit­enda og flótta­manna sem koma sjó­leiðina til Evr­ópu. Flótta­mannaaðstoð Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) varaði í dag við þessu og hvatti til þess að komið verði á fót kerfi þar sem byrðinni verði deilt. Hvet­ur stofn­un­in til þess að komið verði á fót sér­stöku mót­töku­kerfi til að vinna úr um­sókn­um og finna hús­næði fyr­ir þá hæl­is­leit­end­ur sem koma til Ítal­íu.

„Það er óraun­hæft að telja að Ítal­ir geti borið þá byrði að taka á móti öll­um,“ sagði Vincent Cochetel, sér­stak­ur sendi­full­trúi UN­HCR í Miðjarðar­hafs­ríkj­un­um. „Slíkt stend­ur ekki und­ir sér. Við verðum að fá önn­ur lönd í lið með Ítal­íu og deila ábyrgðinni.“

Mót­töku­stöðvarn­ar yf­ir­full­ar

Tæp­lega 85.000 flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur hafa komið sjó­leiðina frá Ítal­íu frá upp­hafi þessa árs, marg­ir koma á lé­leg­um bát­skrifl­um sem smygl­ar­ar hafa sent af stað frá stríðshrjáðum strönd­um Líb­ýu. Rúm­lega 2.000 manns hið minnsta, sem lagt hafa yfir Miðjarðar­hafið á þessu ári hafa far­ist eða er saknað. Sam­tök Rauða kross­ins á Ítal­íu hafa varað við því að ástandið í troðnum mót­töku­stöðvum lands­ins séu að verða tví­sýnt.

Ítölsk stjórn­völd hafa reynt að þrýsta á önn­ur Evr­ópu­ríki að opna hafn­ir sín­ar fyr­ir björg­un­ar­skip­um og deila þannig byrðinni. Stjórn­völd í Frakklandi hafa hafnað slíkri beiðni og sagt slík­ar aðgerðir hafa öf­ug­virk­andi áhrif.  Slíkt gæti hvatt fleiri hæl­is­leit­end­ur til að halda yfir hafið, að því er AFP hef­ur eft­ir ein­um aðstoðar­manni Ger­ard Collomb inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands.

„Jafn­vel þó að fólki sé leyft að fara frá borði á Ítal­íu, þá þýðir það ekki að ít­ölsk stjórn­völd þurfi að bera ábyrgð á um­sókn­um allra,“ sagði Cochetel. Hann hvatti til end­ur­skoðunar á áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins í mál­efn­um hæl­is­leit­enda frá 2015, þar sem til stóð að flytja 160.000 hæl­is­leit­end­ur frá Ítal­íu og Grikklandi til annarra ríkja ESB. Ein­ung­is er búið að flytja 20.000 af þeim 160.000 hæl­is­leit­end­um sem til stóð að flytja og ríki á borð við Ung­verja­land, Pól­land og Tékk­land hafa neitað að taka þátt í áætl­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka