Herinn verði sendur á landamæri Ítalíu

Frá mótmælum til stuðnings flóttamönnum í Róm í júní.
Frá mótmælum til stuðnings flóttamönnum í Róm í júní. AFP

Stjórn­völd í Aust­ur­ríki munu brátt senda vopnaða her­menn til að hafa eft­ir­lit með landa­mær­um rík­is­ins við Ítal­íu, ef ekki fer að hægja á straumi flótta­fólks norður yfir Miðjarðar­hafið. Þetta seg­ir varn­ar­málaráðherra Aust­ur­rík­is.

„Ég býst við því að mjög fljót­lega muni landa­mæra­stöðvar verða sett­ar á fót og aðstoðar hers­ins óskað,“ seg­ir ráðherr­ann Hans Peter Doskozil í sam­tali við frétta­vef­inn Krone.

Næst­um 85 þúsund flótta­menn hafa komið sjó­leiðina til Ítal­íu það sem af er þessu ári, sam­kvæmt Flótta­manna­stofn­un SÞ. Þá hafa fleiri en tvö þúsund manns lát­ist eða týnst á sömu leið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert