Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð

Lögreglumenn að störfum í Stokkhólmi daginn eftir árásina í apríl.
Lögreglumenn að störfum í Stokkhólmi daginn eftir árásina í apríl. AFP

Um tvö þúsund öfga­full­ir íslam­ist­ar eru bú­sett­ir í Svíþjóð að sögn yf­ir­manns sænsku ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar (Säpo), And­ers Thorn­berg. Þetta er tí­föld­un á inn­an við ára­tug. 

Að sögn Thorn­berg  eru um þrjú þúsund öfga­full­ir of­beld­is­menn í Svíþjóð en af þeim eru 2 þúsund íslam­ist­ar. Aðrir eru öfga hægri menn eða öfga vinstri­menn. 

Árið 2010 kom fram í skýrslu Säpo að um tvö hundruð öfga­full­ir íslam­ist­ar byggju í land­inu. 

Thorn­berg seg­ir að aukn­ing­una megi að mestu leyti rekja til áróðurs­ma­skínu víga­sam­tak­anna Rík­is íslams.

Þrátt fyr­ir að fpá­ir þeirra hafi vilja og getu til þess að gera árás­ir verður að fylgj­ast með þeim, seg­ir Thorn­berg en hann ræddi þetta við fjöl­miðla í morg­un. 

Hann seg­ir að það sé mik­il­vægt að all­ir Sví­ar taki ábyrgð til að binda endi á þessa þróun. „Áður en við verðum fyr­ir árás eða of­beld­is­verki,“ seg­ir Thorn­berg í viðtali við TT frétta­stof­una.

Úzbeki gerði árás í Stokk­hólmi 7, apríl með því að keyra inn í hóp af fólki og lét­ust fimm í árás­inni og 15 særðust. 

Um þrjú hundruð Sví­ar hafa farið til Sýr­lands og Íraks til þess að berj­ast með Ríki íslams. Um 140 þeirra hafa snúið heim aft­ur en um 50 lát­ist er­lend­is.

Einn þeirra sem tók þátt í hryðju­verka­árás­un­um í Brus­sel í fyrra er Svíi, Osama Krayem, en hann hef­ur ekki enn verið dæmd­ur fyr­ir aðild að árás­un­um.

Viðtal við Thorn­berg á vef DN

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert