Fullyrða að N-Kórea sé nú kjarnorkuveldi

Íbúar Pyongyang fylgjast með flugskeytatilrauninni í morgun. Yfirvöld í Norður-Kóreu …
Íbúar Pyongyang fylgjast með flugskeytatilrauninni í morgun. Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast geta skotið flauginni hvert sem er. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag ríkið sé orðið kjarnorkuveldi, en norður-kóreski herinn skaut upp eld­flaug skammt frá Pang­hyon-flug­vell­in­um í nótt sem endaði för sína í Jap­ans­hafi 37 mín­út­um síðar.

Segja yfirvöld í Norður-Kóreu að þessi tilraun þeirra með fyrstu langdrægu eldflaugina hafi tekist vel og í tilkynningu í norður-kóreska ríkissjónvarpinu var fullyrt að flaugin geti hitt skotmörk hvar sem er í heiminum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, var þá sagður hafa haft yfirumsjón með tilrauninni.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Rússlandi fullyrða hins vegar að sögn fréttavefjar BBC að um meðaldræga flaug sé að ræða og að íbúum þeirra ríkja stafi ekki ógn af flauginni. Þá telja vopnasérfræðingar Norður-Kóreumenn ekki enn hafa hæfnina til að hæfa skotmörk af nákvæmni, né heldur að þeir geti framleitt kjarnaodda sem eru nógu litlir til að hægt sé að festa þá framan á slíka flaug.

Und­an­farna mánuði hafa yf­ir­völd í Pyongyang ít­rekað gert kjarn­orku- og eld­flauga­tilraun­ir sem hafa aukið spenn­una á Kór­eu­skaga.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður hafa stýrt tilrauninni. Samkvæmt …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður hafa stýrt tilrauninni. Samkvæmt norður-kóreskum fjölmiðlum fagna menn hér er flaugin lenti í Japanshafi eftir flug sitt. AFP
Norður-kóreskir háskólanemar fagna eftir að hafa fylgst með ferð eldflaugarinnar …
Norður-kóreskir háskólanemar fagna eftir að hafa fylgst með ferð eldflaugarinnar á risaskjá í Pyongyang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert